The Queen Of My Heart

Hæ,

 

Ætla ekki að afsaka mig fyrir bloggleysi,
en ég er samt búinn að vera með krabbamein, hvítblæði, aids og er svo líka búinn að vera vinna sváldið. En ég ætlaði ekkert að afsaka mig.

Aðalástæðan er samt það sem Nóri sagði. Hann er farinn úr landinu og ég er enn að jafna mig. Stutt en engu að síður öflugt stopp!

Fór á ættarmót um helgina. Fyrir hönd fjölskyldunnar, þar sem ég var einn á landi.

Nett stemmning þar, kom seinastur og fór fyrstur. Alltaf heldur maður að grasið sé grænna hinum meginn. Fattaði það seinna um kvöldið þegar ég var kominn heim að ég hefði alveg getað tjillað aðeins á því. Því það var mjög gaman þarna. 

Afi fór á kostum(pabbi pabba)

 

 
Sindri, Aldís og Litla Gull eru að koma á morgun á klakann. Ekkert nema tilhlökkun!

En einsog ég talaði um áðan er nóg að gera í vinnunni, við eigum s.s. að skila blokkinni á föstudag og ég vann 14 og hálfan tíma í dag. Miklu skemmtilegra að vinna undir mikilli pressu, mér finnst það allaveganna og maður á alltaf að segja það sem manni finnst. Einsog litli strákurinn sagði í Cheerios auglýsingunni, er hann vitnaði í mömmu sína.

Næsta færsla mun innihalda samsæriskenningu um pólverja á vinnumarkaði Íslands. Og ég er búinn að fá staðfestingu frá Ziibi(pólverji sem ég er að vinna með)..


    np; Muse - Glorious

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djofull tekur hann sig vel ut i rolunni kallinn!

aids? eitthvad buinn ad vera ad poppa thrista eftir ad eg for ut eda? HA! :)

ArnoR SmaRa (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 16:40

2 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

aids er búið að vera going around held ég..

Ættarmót er það heitasta þessa dagana.. er einmitt að fara á eitt og hlakkar alveg mest til :P

Ólafur N. Sigurðsson, 28.7.2006 kl. 00:56

3 identicon

Haha fer ekki framhjá neinum að þetta sé afi þinn í rólunni, hann er dúlla :)

Kadý (IP-tala skráð) 28.7.2006 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband