Don't fuck up! - Don't fuck yourself

Sælir dyggir lesendur!

Það er nóg að gera hjá mér þessa dagana, hljómsveitaræfingar, nemendafélagið, boxæfingar, skólinn og Supernova :P

Við í hljómsveitinni erum að ná tökum á tveimur lögum, erum samt alltaf eitthvað að leika okkur í QOTSA.

Lögin eru, Ode to Clarissa með QOTSA og Women með Wolfmother. Fyrirsögn færslunnar er quotað frá hljómsveitaræfingu, en þar quotuðum við það frá bíómynd sem ég veit ekki hvað heitir.

Allaveganna að skemmtilegri hlutum, Magni er kominn áfram í Rockstar Supernova. Hann var lang efstur og datt aldrei niður í 3 neðstu meðan á kosningu stóð. Ég vill meina að þetta sé allt mínum atkvæðum að þakka...

Bremsupúðarnir á Auði eru eitthvað að beila á mér, þarf að fara kaupa 4 stk svoleiðis. 

En ég fór í counter strike í fyrsta skipti í ár á Laugardaginn og ég held að ég sé búinn að kíkja smá á hverjum einasta degi síðan þá. Adrenalín flæðið sem fylgir þessum leik. Var búinn að steingleyma þessu!

Geir fékk nýja Accordinn áðan, vorum að skvera aðeins og keyrðum framhjá Olís úturbænum þar var allt stappað í busum að þrífa bíla. Ansi skemmtileg sjón .. :D

 

Busaballið, DJ HERMIGERVILL ÆTLAR AÐ FOKKING TRYLLA LÝÐINN.

Lag færslunnar er Glorious með Muse, man ekki hvort ég hafi haft það áður(það á það hvorteðer skilið)


Skólinn

Nú er skólinn byrjaður aftur.. 

 

Ég tek ótrulega vel eftir því hvað sumt fólk er stressað í skólanum. Allaveganna svona fyrstu dagana. Ekkert stressuð fyrir námi heldur fyrir fjölmenni. Að demba sér aftur inní stóran hóp.

Ég tek líka vel eftir því að það eru mismunandi leiðir sem fólk tekur á þessu

Ósjálfsöryggi leiðir til þess að einstaklingurinn þarf að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra.. og þá sérstaklega einhvern sem hann þekkir ágætlega vel

 

En þetta sálarstríð skiptir því ekki að NFFA skrifuðu undir samning við OGVodafone í gær.

 

Þannig að 2 aðalstyrktaraðilar okkar eru og OgVodafone 

 

Það er ball í kvöld með sálinni og svo annað ball með sálinni 23 sept á vegum kfmía.

Sindri, Aldís og Magnea eru að fara heim í dag.

 

 Lag dagsins, Hjálmar - Lindin

Er ekki miklu skemmtilegra að lesa bloggfærslu þegar það er í mynd í henni? 

 


Fyrirmyndarkauði Grigory Perelman

Djöfull væri ég til í að vera jafn gáfaður og þessi einstaklingur..

Vinnur virtustu verðlaun sem er hægt að fá fyrir stærðfræðisnilli

En sér fram á það að ef hann tæki við þessum virtu verðlaunum þá yrði hann hlekkjaður við frægðina og mætti ekkert gera af sér. En þetta stendur allt í fréttinni...

 

Hjálmar eru að gera góða hluti í heyrnartólunum mínum þessa dagana.


mbl.is Horfði á sjónvarpið frekar en að taka við verðlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband