Mín Gullfallega Móðir


Ég var að leyfa minni gullfallegu móður að taka í forsetabílinn :D
Hún keyrði útí sjoppu og þar tók ég við.
 
Ég fór nokkra hringi á kirkjubrautinni og skutlaði svo móður minni heim.
Fór aftur út að keyra í hringi og þá var ég ekki látinn í friði,
ALLIR að velta því fyrir sér hvaða þrusugellu Þór hefði verið með á rúntinum.
Þeim brá nú heldur betur þegar ég sagði þeim að þetta væri hún móður mín.

 

Drottning

Þór Birgisson

Það er mikið að gera hjá okkur í nemendafélaginu þessa dagana við að undirbúa næstu 2 annir.

Stefnum á það að hafa busaballið 1 september :D:D

Ætlaði bara láta heyra í mér..

Rússneska IKEA
Bróðir minn er að vinna í IKEA!

 


Skúra

Fóðan Saginn

Verslunarmannahelgin er nýafstaðin. Ég fór til Akureyrar, Níró félagi minn úr fíkniefnalögreglunni lyktaði tvisvar af mér :D

Fyrirsögnin:


Ég var að vinna í dag, og fékk það verðuga verkefni að skúra gólf

Og ég fatta alveg afhverju karlrembur segja alltaf að það sé konuverk. Það er bara útaf því að karlar hafa ekki hæfileika í þetta(nema að sjálfsögðu ég)
Maður þarf að hafa lagni við þetta og fyrst konur fara svona leikandi létt með þetta, þá hafa karlar bara gert lítið úr þessu, svo þeir sjálfir komi vel út. Kallað þetta "kerlingaverk" og ef einhverjum karlmanni tekst að skúra þá er hann óstraight.

En eftir að ég var búinn að pæla í þessu, þá fór ég að pæla í hvernig skúringar virka. Er þetta ekki bara þannig að þú bleytir tusku, leysir upp skítabletti og dreyfir þeim jafnt og þétt yfir gólfið. Fer svo eitthvað smá ofaní fötuna?? Þú þarft allaveganna að vinda helvíti oft til að ná öllu af gólfinu.

En ég skammast mín ekkert fyrir að hafa verið "ræstitæknir" í hálfan dag, vinna er bara vinna.


Eftir vinnu fór ég uppá sjúkrahús(eilífðarveikuraumingji) Fékk pensílin í annað skipti í sumar og er að fara í röntgenmyndatöku á morgun. Ég er búinn að vera meira og minna veikur í allt sumar!

Ætla setja nokkrar myndir inn sem ég tók símann minn um verslunarmannahelgina..

jelur

Aldrei að gefa mönnum einsog "junkies" kveikjara!

Ljótt
 

 

Á hinu tjaldsvæðinu, einhverjir sóðar. Þessar myndir eru kannski ekki beint lýsandi fyrir allt tjaldsvæðið. Bara eina crashandi stöffið. 

 

Mamma og pabbi eru loksins komin aftur heim. Fínt að fá almennilega mat!

á netinu er einhver gaur að nafni Jeff Milner, búinn að gera tilbúna útfærslu handa okkur, sem gerir okkur kleyft að spila bút úr sérvöldum lögum fram og til baka og hlusta á hvað hljómsveitin er í "rauninni að reyna segja". Eitthvað svaka fútt. En þetta byrjaði allt útfrá Stairway to Heaven... Nenni ekki að útskýra allt.
Jeff Milner's backmasking Site

Skoðið þetta, ég held að það breyti engu máli hvaað þeir segja. Bara ef eitthvað stendur fyrir framan þig. Þá reyniru að heyra það og að sjálfsögðu heyriru það!
Alveg einsog í Yellow Submarine með Beatles, þegar einhver íslenskur sjóari á að hafa komið inní stúdíóið til að vera með einhver læti og hafi sagt "hljómsveitin er íslensk"..

 

Áhyggjur hérna megin um að ég sé búinn að skrifa of mikið

 

Harðkjarna rokkari

mynd tekin af Danny Moloshok.


Lag færslunnar og bara vikunnar er Achilles Last Stand með Led Zeppelin. Þetta lag er rúmar 10 mínútur af harðkjarna rokki og gúdstöff gítarsólói, sem er af mörgum talið eitt besta gítarsóló Jimmy Page. Það kom fyrst út á plötu þeirra Presence 1976. Ef þið takið eitthvað mark á mér, og reddið ykkur laginu. Þá vil ég vara ykkur við því að það gæti kannski ekki hittað inn við fyrstu hlustun einsog svo mörg önnur lög!

"Það er betra að kunna lítið í ritningunni og fara eftir henni en að kunna mikið og fara ekki eftir henni"

Getur einhver sagt mér í hvaða bíómynd þessi gullna setning kom fram?

Heyrumst!


innskot, á einhver gamla mús handa mér. Sem hann er hættur að nota?  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband