Gott kvöld eða ætti ég að segja nótt.
Helgin var mjög góð.
Á föstudaginn var rúntað á Auði.
Það kvöld tókum við uppí fyrir algjöra tilviljun hjón+kall sem voru að leita að mörkinni. Herra góðhjartaður(undirritaður) var til í að skutla þeim. Enda voru þau alveg hinum megin í bænum. Þau stukku uppí og haldið var af stað. Þetta lið var með gullpeninga utan um hálsinn og bikar í hendi. Við veiddum uppúr þeim að þau hefðu unnið einhverja skútusiglingakeppni. S.s. fullt af bátum í kappi yfir til Akranes frá Reykjavík.
Áður en við hendum þeim út, þá komum við, við uppá bátabryggju. Lendum þar í aldeilis skemmtilegum uppákomum. Skoðuðum báta og hittum fullt af fólki. En það sem stóð uppúr, var að Björn Jörundur lagahöfundur, gítaristi, söngvari og leikari var þarna í góðu glensi. Hans lið vann reyndar ekki, en ánægjan á andliti þeirra yfir góðu veðri og skemmtilegri keppni leyndi sér ekki.
Björn var ekkert smá flottur á því, vill ekki lýsa öllum smáatriðum. Því myndir segja jú meira en þúsund orð.
Hérna tekur hann léttan dans með konu frá sigurliðinu(konan sem við skutluðum)
Stýra bátnum!
Pós, með húfuna mína. Hann stoppaði okkur, því að hann vildi meina að ég væri með húfuna sem hefði átt að fylgja með peysunni sinni. Uppúr því byrjaði þetta allt saman.
Eftir þetta hefur húfan fengið nafnið Björn Jörundur. En snillingurinn gaf okkur skipstjóranammi(lakkrísreimar) og spjallaði og spjallaði. Okkur leið einsog við værum komnir inní íslenska bíómynd.
Uss, maður þarf ekki að leita langt fyrir Akranes fyrir góða skemmtun. Karma sér vel um mann ef maður er góður við fólk.
Laugardagurinn:
Útskriftarveisla hjá Steinunni frænku. Hún var að útskrifast úr Mannfræði í Háskóla Íslands.
léttur rúntur með Gumma Inga fyrst á stóra rauða bílnum og svo Auði
Sunnudagurinn:
Family guy spekk, hrói, bíó um kvöldið til Rvk.
Fórum á Cars. Ég, Róbert, Valli og Geir. Myndin var miiiiiklu betri en ég bjóst við. Alveg fínasta skemmtun fyrir peningana sína. Drullusáttur með þá mynd og mæli með henni.
Núna er ég bara að fara sofa, er búinn að vera veikur í rúma viku. Líst ekkert á blikuna!
Ein hérna í lokin af Róberti, Arnóri og Birni.
np; Muse - Eternally Missed
Stendur alltaf fyrir sínu þetta "b-hliðar" lag hjá Muse. Set gæsalappir því að það er
bara vitleysa að kalla þetta lag b-hliðar lag.
Takk fyrir mig
Flokkur: Tónlist | Mánudagur, 26. júní 2006 (breytt kl. 00:27) | Facebook
Athugasemdir
haha BJörn Jörundur er náttúrulega alveg eitursvalur :D
Ólafur N. Sigurðsson, 26.6.2006 kl. 03:52
hann er keppnis flottur áðí
Þór Birgisson, 27.6.2006 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.