Ég er búinn að vera safna hári í ca. 16 mánuði.
Ég fór síðast á hárgreiðslustofu fyrir ca. 5-6 misserum.
Þetta var því orðið tímabært, þó svo að ég væri alveg til í að vera með sítt hár.
Mig langaði bara til að breyta til.
Ég kom mér á tal við Eydísi vinkonu mína sem er á öðru ári í hársnyrtiiðn. Við hittumst í Hvíta Húsinu, bjuggum okkur þar til notalega klippiaðstöðu. Hún á skilið hrós fyrir að vera mikill listamaður í sínu fagi, hún hefur aldrei lagt í svo flókna klippingu en stóð sig samt sem áður einsog fagmaður.
Þetta er niðurstaðan..
Fyrir:
Eftir:
Ég var spurður að því, hví ég klippti mig ekki bara venjulega, eins og flest allir strákar. Málið er bara að það er ekkert gaman að vera eins og allir aðrir. Hnakkagreiðsla er bara hluti af eitthverskonar stereó-týpu. Það er akkúrat það sem fólk vill gera, búa til stereótýpur af öllu. Það er líkt og því finnist það ósanngjarnt ef einhver sker sig útur, fylgir ekki flæðinu. Og ef einhver tekur sig til, og sker sig útur þá er hann of mikið að reyna það, hér á forðum var það kallað að vera "artý". En núna er að vera "artý" bara enn ein stereótýpan, það er komið í tísku að vera öðruvísi. Þannig að það má vel segja að ég sé í tískunni.
Lag Færslunnar er The Clock með Thom Yorke.
Flokkur: Bloggar | Mánudagur, 12. nóvember 2007 (breytt kl. 02:10) | Facebook
Athugasemdir
Hehe, flott klipping.
Næsta skref er bara að gefa út plötu.
Hún gæti heitið... :-)
Alexandra og Fylkir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 02:18
White Tiger
Hinrik Þór (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 03:09
mér finst þú ýkt kúl.. ;) og já miklu skemmtilegra að vera eitthver týpa heldur en strípuhnakki með hliðartopp og hárið stífgelað ;D hehe en takk fyrir hrósið.
Eydís (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:03
Búin að segja það áður og segi það enn og aftur, ég elska þessa klippingu!
Hún fer þér sikk vel, séðig strákzi:)
Veran_ (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 09:56
Ógeðslega flottur! Ég er allavega helsáttur með þessa tilbreytingu, og neita því ekki að það var kominn tími á eina ;)
ArnoR SmaRa (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 11:42
Ég er sammála síðasta ræðumanni... það var í það minnsta kominn tími á klippingu. Ég sýndi Magneu myndina og spurði hana hvað henni findist... hún var bara þögul oh hissa, svolítið eins og pabbi hennar í fyrstu. En svo benti hún bara á myndirnar á veggnum fyrir aftan þig.
En ég vil meina að klippingin venst vel og fer þér vel... eða sikk vel!
Sindri Birgis (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.