Vildi bara benda fólki á viðtal við aðal-manninn.
Og fyrst að ég er byrjaður, eurovision í gær.
- Ömurlegt að Sylvía skuli hafa verið púuð niður.
- Barnalegt að Sylvía skuli hafa verið púuð niður
- Sýndist Sylvía vera stressuð á undankeppninni, var að horfa á myndband á netinu frá æfingu. Þar sem hún var mjög góð!
- Litháen komust áfram bara útaf sköllótta gaurnum með gleraugunum sem dansaði einsog fáviti við fiðluleik hjá öðrum gaur í bandinu.(ég dó úr hlátri)
- Næsta færsla mun innihalda stuttan fróðleik um 50Cent og svo einhverja hljómsveit sem ég fíla(jafnrétti) :P
Lifið í lukku en ekki í krukku!
Bloggar | Föstudagur, 19. maí 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Já, síðasta færsla var kannski svolítið óheillandi fyrir margan manninn.
En það skiptir ekki máli, því að fólk man bara eftir því góða, en ekki því slæma.
Svo að "slæm" færsla gleymist fljótt í kafi góðra færslna(shit hvað þetta var erfitt)
Mamma mín, myndarlegasta konan á Akranesi(fyrir þá sem ekki vita) er flutt til danmörku. Hún fékk Leonardo Da Vinci styrk til að sækja á aðra heima, heima þá meina ég skóla. Hún er að vinna í dönskum skóla. Þá aðallega til að drekka í sig menntunarsafann frá dönskum kennara-reynslu-boltum.
Nóg um hana því að stórviðburður fjölskyldu okkar er verðandi bróðursonur/dóttur mín. Sindri bróðir er að fara eignast barn með konunni sinni Aldísi Pálsdóttir.
Að sjálfsögðu vonast öll ættin til þess að barnið verði skírt Þór eða Þórdís. En ég er ekkert að stressa mig yfir því ;)
Einsog sumir vita þá býr Sindri í danmörku. Hey wáv, djöfulsins tilviljun að mamma skuli vera komin til danmörku. Og ekki nóg með það að mamma sé farin. Pabbi er líka farinn þangað.
þannig að ég og fylkS(+AlexandRa) erum með Cofann útAf fyrir okkur. ekkert annað en STanslaust partI. C
Núna þegar fólk spyr mig um fjölskylduna. Þá segji ég þeim bara að lesa bloggið mitt. Það er skömminni skárri en að þurfa að segja það sama aftur og aftur.
Horfði á undankeppni Eurovision áðan. Við áttum ekki skilið að komast áfram(punktur)
Loksins get ég flutt frá jörðinni.
np; Pink Floyd - Goodbye Blue Sky
Lagið er af The Wall CD1 sem kom út 1979.
Það fjallar mjög líklega um stríð, eða hvernig
friður getur snögglega breyst í óspektir.
Í myndinni The Wall, þegar þetta lag kemur þá
flýgur hvít friðardúfa uppí loftið sem breytist svo í
nasistastríðsörnin. Hann deyr svo og úr öskum
hans rís ný friðardúfa.
Ef þið eruð búin að horfa á
myndina þá megiði gjarnann gerast Rocket-
Scientist og koma með ykkar skoðanir.
Bloggar | Fimmtudagur, 18. maí 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jáh góðir hálsar, Black Holes and revelations er heitið á komandi plötu Muse. Hún kemur út eftir 47 daga eða nánar tiltekið 3. Júlí.
Meginmál þessarar færslu er eitt af lögum plötunnar, Knights Of Cydonia. Það er að vísu ekki komið út
en ég er kominn með bootleg af laginu.
Lagið byrjar með öskrum frá Matthew Bellamy og smá sanseringum frá Dominic.
Matthew cuttar svo á það með smá gítarflippi og um leið og kemur Chris með þétta bassalínu, alveg geðsjúka bassalínu sem minnir mann einna helst á "kobbidikobb" frá hesti(knights).
Matthew byrjar svo að syngja(góla) með hljómsveitinni og stuttu seinna að syngur hann texta, en heyrist voða lítið hvað hann er að segja. Getið samt séð það ef þið ýtið á hyperlinkinn fyrir ofan.
Lagið er með sterkar uppbyggingar, líkt og New Born af annarri breiðskífu þeirra Origin Of Symmetry. Og minnir mig dálítið á Pink Floyd lagið One Of These Days. Það er alltaf hægt að finna eitthvað til að líkja við og með. En Knights of Cydonia eru samt sem áður engu líkt.
Þegar 3 mínútur og 15 sekúndur eru liðnar af þessari útgáfu sem ég er með af laginu þá syngur Matt þennann undursamlega texta sem er hérna fyrir neðan, undir bassalínu frá Chris.
No ones going to take me alive
The Time has come to make things right
You and I must fight for our lives
You and I must fight to survive
Í þessum orðum fæ ég gæsahúð. Hann syngur sama vers aftur með öllum hljóðfærum undir stuttu síðar.
Og svo heldur lagið áfram í ca. 2 mínútur.
Cydonia er fjallasvæði á Mars, eftir því sem ég best veit. Fjallasvæðið á að mynda andlit á mannveru og er því kallað andlit Mars.
Lagið er næsta smáskífulag Muse manna og tel ég að þetta lag eigi eftir að fá verðskuldaða athygli. En hörkugóð rokk-ballaða.
Varðandi skólann
Ég náði öllu og enginn áfangi undir 7.
Þannig að núna er ég kominn með 88 einingar eftir 4 annir í skólanum. Er bara helsáttur með það.
Alveg steikt myndasaga.
Bloggar | Þriðjudagur, 16. maí 2006 (breytt kl. 15:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)