Færsluflokkur: Bloggar
*Sniðugur kall.. Búðareigandinn þeas.
Setti myndskeið af ráni á netið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 12. febrúar 2008 (breytt kl. 23:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Föstudagur, 25. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Glæpagengi stækka ört í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Föstudagur, 14. desember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hahaha, Stefán Litli Sörensen henti á mig link af yndislegri frétt. Varð bara að íslenska fréttina fyrir digga lesendur.
Norskur strákur og systir hans voru á leið heim úr skólanum og ákváðu að stytta sér leið í gegnum skóginn. Í skóginum rákust þau á Elg sem var ekkert parsáttur með lífið og gerði sig líklegan til að ráðast á þau. Strákurinn byrjaði að öskra á Elginn, svo að systir hans gæti hlupið á brott.
Svo gerði hann það sama og hann hafði svo oft áður gert í tölvuleiknum World of Warcraft. Hann lét sig detta niður og falsaði dauða sinn. Að lokum missti Elgurinn áhugann og þrammaði burt.
Hahah, segjiði svo að maður læri ekkert af tölvuleikjum.
Ég væri allaveganna ekki til í að lenda í svona flykki..
Spurning um að fara spila WoW.
Meðalstærð karlkyns elgs er 1.5 til 1.8m og meðalþyngd 380 til 535kg.
Lag færslunnar: 9th Symphony eftir Beethoven í flutningi Philharmonic sveitar Berlínar.
Þess má til góðs geta að það tók Beethoven 6 ár að semja þessa sinfoníu, og á því tímabili var hann hægt og bítandi að missa heyrnina. Loks þegar hann frumflutti verkið 1824, var hann orðinn algjörlega heyrnarlaus. Að sögn vitna þurfti söngkona ein í verkinu að labba til hans og benda honum á að kíkja útí sal þar sem fólk klappaði hástöfum og henti höttum honum til heiðurs.
Ég hugsa, að fyrir sjálfan mig, væri það frekar erfitt að spila í og stjórna sinfoníu. Hvað þá ef ég væri heyrnarlaus.
Bloggar | Miðvikudagur, 5. desember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hann Arnór er markahrókur mikill.
Þetta er þriðji leikurinn hans með U21.
Sá fyrsti, var hluti af Undankeppni EM. Hann var hérna heima gegn Austurríki, þar var hann ei í byrjunarliðinu en kom svo inná snemma í seinni hálfleik. Ég fór á þann leik og mér fannst hann Arnór bestur, ekki það að ég sé eitthvað hlutdrægur ;) Leikurinn fór 1 - 1.
Annar leikurinn var einungis æfingaleikur. Hann átti sér stað í Þýskalandi, gegn Þjóðverjum. Strákarnir tóku því bara rólega, smá upphitun fyrir Belgana skiljiði. Leikurinn fór 3 - 0
Þriðji leikurinn var áðan í Belgíu, gegn Belgíu og Smárason innsiglaði sigurinn. Leikurinn fór 1 - 2
Lag færslunnar er tileinkað sigri íslenska U21 landsliðsins í fótbolta(þá sérstaklega manninum sem skoraði á 28. mín)
Radiohead - Reckoner
Birkir og Arnór tryggðu sigurinn gegn Belgum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 20. nóvember 2007 (breytt kl. 22:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er búinn að vera safna hári í ca. 16 mánuði.
Ég fór síðast á hárgreiðslustofu fyrir ca. 5-6 misserum.
Þetta var því orðið tímabært, þó svo að ég væri alveg til í að vera með sítt hár.
Mig langaði bara til að breyta til.
Ég kom mér á tal við Eydísi vinkonu mína sem er á öðru ári í hársnyrtiiðn. Við hittumst í Hvíta Húsinu, bjuggum okkur þar til notalega klippiaðstöðu. Hún á skilið hrós fyrir að vera mikill listamaður í sínu fagi, hún hefur aldrei lagt í svo flókna klippingu en stóð sig samt sem áður einsog fagmaður.
Þetta er niðurstaðan..
Fyrir:
Eftir:
Ég var spurður að því, hví ég klippti mig ekki bara venjulega, eins og flest allir strákar. Málið er bara að það er ekkert gaman að vera eins og allir aðrir. Hnakkagreiðsla er bara hluti af eitthverskonar stereó-týpu. Það er akkúrat það sem fólk vill gera, búa til stereótýpur af öllu. Það er líkt og því finnist það ósanngjarnt ef einhver sker sig útur, fylgir ekki flæðinu. Og ef einhver tekur sig til, og sker sig útur þá er hann of mikið að reyna það, hér á forðum var það kallað að vera "artý". En núna er að vera "artý" bara enn ein stereótýpan, það er komið í tísku að vera öðruvísi. Þannig að það má vel segja að ég sé í tískunni.
Lag Færslunnar er The Clock með Thom Yorke.
Bloggar | Mánudagur, 12. nóvember 2007 (breytt kl. 02:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Spiderpig, spiderpig
Does whatever
A Spiderpig does
Can he swing?
From a web?
No he can´t
He´s a pig!
..
Lookout!
Here comes the Spiderpig!
Þið getið hlustað á lagið frá Homer í spilaranum hér við hliðiná ->
Bloggar | Laugardagur, 11. ágúst 2007 (breytt kl. 00:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er í sumarfríi..
+ Hljómsveitin mín, Syna á fullt í fangi þessa dagana með upptökur á hit singlum á borð við Three Titted Lady, Suck on the Steel, Suntrooper, G.R.A.S.S. og Ljóta konan með límbandið
+ Ég er að vinna hjá Smáralind ehf. í sumar
+ Er búinn að kaupa mér 8 diska í sumar, Era Vulgaris með QOTSA, We are the night með Chemical Brothers, Attack Decay Sustain Release með Simian Mobile Disco, Funeral með Arcade Fire, Love To Admire með Interpol, Zeitgeist með Smashing Pumpkins, Forever með Gus Gus, Human After All með Daft Punk.
+ Sindri bróðir er kominn heim, með Aldísi og Magneu. Magnea er byrjuð að labba og er algjör dúlla.
+ Arnór er kominn og farinn, alltaf jafn gaman að fá þann snilling heim.
+ Ég er að taka þátt í genarannsókn sem gengur útá það að einangra orsök AMO(Athyglisbrest með ofvirkni)
+ I saw satan laughing with delight, the day the music died.
lag færslunnar er Hang Me Up To Dry með Cold War Kids .... hlusta!
Bloggar | Laugardagur, 21. júlí 2007 (breytt kl. 18:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Uss hvað nýi guitar hero verður suddalegur..!
Paint It Black með Rolling Stones
Cherub Rock með Smashing Pumpkins
Sabotage með Beastie Boys
Knights of Cydonia með MUSE
The Metal með Tenacious D
Rock And Roll All Nite með Kiss
Schools Out For Summer með Alice Cooper
Slow Ride með Fog Hat
Barracuda með Heart
My Name Is Jonas með Weezer
Þetta eru nokkur af lögunum sem verða í nýja gítar híró, ég held að það sé að koma tími á það að ég kaupi mér mína fyrstu leikjatölvu!
Bloggar | Föstudagur, 25. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Undarlegir atburðir áttu sér stað í kjölfar dansleikjahalds Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands aðfaranótt laugardags.
Er dansleiknum lauk, tók ungur piltur sig til og labbaði á Café Mörk. Einhverstaðar þar á leiðinni lenti hann í því óhappi að skíta í sig. Einhverra hluta vegna tók drengurinn ekki eftir því og héld áfram að djamma á Mörkinni.
Að sögn viðstaddra var einsog væri verið að bræða síld inná skemmtistaðnum og endaði það með því að glöggir dyraverðir hentu seggnum út.
Daginn eftir vaknaði pilturinn frekar seint og þurfti því að flýta sér í vinnuna. Hann sleppti sturtu og sleppti einnig að skipta um nærbuxur og í raun fattaði hann ekkert hvað á sig stóð veðrið fyrr en vinnunni lauk og hann fór að hitta vini sína, sem bentu honum á þetta vandamál.
Tveimur dögum síðar fór sami seggur aftur að skemmta sér, en í þetta sinn tók hann enga áhættu. Þegar hann var á leiðinni heim af djamminu, klæddi hann sig bara úr fötunum, svo að hann gæti ekki skitið í þau.
Óvitað er hvar hann fékk þá hugmynd, en menn tala um að hann hafi verið að leika eftir vinsælt hlaup sem amerískir menntaskólanemar taka uppá.(Streaking eða að hlaupa um nakin) Pilturinn hafði þó frekar átt að halda sér í buxunum og nærbuxunum sömuleiðis, því hann týndi símanum sínum útaf þessu uppátæki.
Hvað varðar mig, þá væri ég frekar til í að vera með skít í brókunum og síma í vasanum heldur en engann skít og engann síma.
Bloggar | Miðvikudagur, 2. maí 2007 (breytt kl. 02:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)