Færsluflokkur: Bloggar

Rocket Baby Dolls

Ég fann algjöra snilld áðan á netinu.Invincible
Þið kannist eflaust við wikipedia? Frjálsa alfræðiritið.

Það er bókstaflega hægt að finna allt þar..

Ég var eitthvað að vafra á netinu að lesa greinar um Gothic Plague og Carnage Mayhem þegar ég rakst á musewiki.org . . http://www.musewiki.org/Muse

Það eru sem sagt einhverjir snillingar sem eru búinn að setja upp Frjálsa Muse Fræðiritið.

Ég get gleymt mér á wikipedia, hvað þá á musewiki..

Lag færslunnar
Muse - Glorious


Svona skápur, skápur sem maður eldar í.

Páskarnir eru að klárasteaster_eggs_dca

Ég fór á tónleika með Megas um daginn, passíusálmarnir.

Megas segjir að  Hallgrímur  hafi verið rokkari síns tíma,  enda hefur hann gríðarlegan áhuga á honum.  Hann samdi lögin við sálmana 1972. Svo láu þau bara í möppu  í mörg ár. Fyndinn kall, hann Megas. Enda frændi minn!


Ég skellti mér helgarferð til Hollands, heimsækja félaga minn Arnór Smára. Ferðin var yndisleg og ég get fullyrt það að Arnór Smárason er gestrisnasta mannvera sem ég þekki. Það eina sem ég keypti mér í ferðinni voru 3 geisladiskar með Doors og 6 DVD. Godfather Trílógíuna, Shawshank Redemption, From Dusk Till Dawn og æjhi, ég man ekki hver sjötta  myndin var.

 

Vinnufélagi minn benti mér á svolítið í dag. Við fórum á Burger King, og er ég gekk frá ruslinu mínu varð hann alveg æfur. Sagði að ég ætti ekki að ganga frá ruslinu.  Ég spyr hann afhverju og hann kemur með ástæðuna, hún er sú að Burger King keðjan græðir mörg hundruð milljónir á því að við göngum frá eftir okkur. Þeir geta alveg borgað starfsmanni til að gera þetta og ég er honum alveg hjartanlega sammála. Ég stóð hjá ruslinu og átti einungis eftir að henda glasinu mínu, en ég henti því ekki(rebel).


Leillabandið, þeas hljómsveitin úr leikritinu+ég höfum ákveðið að æfa ballprógram. Fyrsta æfing var í gær og leikin voru 3 lög frá listanum okkar -> Stuðmenn - Tætum og tryllum, The Beatles - Get back og The Doors - L.A. Women. Að sögn viðstaddra áttum við alveg í Papana.

Segji þetta gott í bili.
Lag Færslunnar :  The Fratellis - Chelsea Dagger(Þetta verður líka tekið af leillabandinu)


I´m thrown and overblown with bliss.

Já, hafið engar áhyggjur.
Það fer að detta inn einhver snilldarfærsla á næstu dögum.

np; Eurythmics - There Must Be An Angel

What Really Fuckin Grinds My Gears

Ég var að tala um að gera þetta að vikulegri færslu.. Sjáum hvað setur. Í nótt þegar ég kom heim þá fór ég inní eldhús að fá mér ostabrauð. Þá varð mér fullljóst hvað ég ætti að taka fyrir næst.

SMJÖRVI.
Utan á pakkningunni stendur "Símjúkur á brauðið, pönnuna og í baksturinn."Smjörvi
Hvernig getur fyrirtæki markaðsett vöru sína með lygum?
Smjörvi er langt frá því að vera mjúkt, það er harðasta smjörið á markaðnum, þegar þú reynir að smyrja brauðið þitt með honum þá rífuru brauðið, eða býrð til svona littla smjörbrauðorma sem fylgja hnífnum.
Það er ógerlegt að ná jöfnu yfirborði af smjörinu á brauðið og endar þetta yfirleitt með því að þú ert með smjörkássur vítt og dreift yfir það littla sem eftir er af brauðinu.

Og auðvitað er hann mjúkur á pönnunni, hann er fljótandi. Hvað varðar baksturinn, hverjum er ekki skítsama? Þetta blandast allt saman.

Það pirrar mig líka þegar fólk leggur öðru fólki orð í munn!

Dæmi: Ég hló í gær að einni stelpu, hún spurði mig hvað? og ég sagði "Mér finnst þú bara fyndin"
Hún hefur eitthvað ekki heyrt í mér, og spurði því aftur. Þá tók önnur stelpa sig til og svaraði fyrir mig. Hún sagði "Hann sagði að honum finndist þú fyndinn, útaf því..." og hélt áfram að útskýra fyrir sömu manneskju afhverju mér þætti hún fyndinn. Það sem hún sagði fannst mér bara ekki neitt fyndið. Þannig að það kom út einsog ég væri með glataðann húmor.
Stelpan sem svaraði fyrir hefur sem sagt getið sér til um hvað mér þætti fyndið, og sagt það einsog ég hafi sagt það.

en nóg um þetta
Lag færslunnar

Pink Floyd - Time

David Gilmour átti einmitt afmæli í gær, en fyrir þá sem ekki vita þá var hann og er gítarleikari Pink Floyd.


Mountain Mix Dew

Ég á í eilitlum vandræðum

Tölvan mín, sem ég fékk á fermingaraldri. Hefur skyndilega ákveðið að gefa sig.

Og með tilliti til þess, auglýsi hér eftir öllum tölvu-íhlutum sem einhver lumar á?


Ég er ekki beint með nægt fjármagn á milli handanna, þannig að ég ætla að púsla saman einhverju drasli.

Svo ef einhver er tilbúinn að losa sig við gamalt tölvudót, fyrir slikk, eða bara til að öðlast vináttu mína. Þá hefuru samband :D

Nú er leikritið búið, í bili. Það verður eflaust aukasýning þegar UNGVEST er búið.

Lag færslunnar ?
The Who - Sparks

                                                                                   


What Really Grinds My Gears

Vitiði hvað pirrar mig?

Lélegar naglaklippurNO_602-DL

Þær einhvern veginn hafa sér engan samanstað í lífinu.

Það er líka annað sem pirrar mig,
Fólk sem kann ekki að skera grænmeti.


Annars er ég góður í lífinu, á mjög erfitt með að festa svefn á nóttinni.

Jim Morrison og félagar hjálpa mér í gegnum það.

Ég er að pæla í að gera það að vikulegum hlut að segja ykkur frá einhverju sem virkilega pirrar mig :D

Lag færslunnar, ef ekki mánaðarins.
The Doors - L.A. Women
Svo góð keyrsla, notuðum einmitt þetta lag til að hita okkur upp fyrir leiksýningu áðan.


Freysi Ölvaður

Freysi í ökuhæfni.

 Þetta er algjör snilld.. Freysi útvarpsmaður er fenginn í kastljós til að drekka bjór og keyra ökuhermi.

Í lokin er hann orðinn svo fullur að hann veit ekkert hvað hann er að segja.

Mælist yfir 5 prómill..


Helgin


Á  föstudaginn fór ég að sansa sviðsmynd uppí bíóhöll fyrir leikritið kl 15:40.
Þaðan fór ég í vinnuna kl 20:00 í Arnardal, það var gistinótt í gangi þannig að ég vann til klukkan 08:00. 
Ég fór þó ekki að sofa þ.s. ég átti að mæta á leiklistaræfingu kl 09:00.
Kíkti aðeins heim, kippti einum svefnpoka með og fór svo í Olís til Arons og fékk mér kaffi.
Mætti óheiðarlega stundvíslega á laugardagsmorgunæfinguna og hellti uppá kaffi handa liðinu.
Æfði atriði til 11:30 og lagði mig svo. Óli leikstjóri vakti mig kl 15:00. Var svo uppí bíóhöll til 01:00. Kíkti í leiðinlegt partý hjá Scottie McPimpin fór að sofa 03:00?

 

Annars mæli ég með að fólki kíkji á sýninguna. Svo miklu miklu skemmtilegri sýning núna heldur en í fyrra.

Lag færslunnar er Morris Brown með Outkast. Algjör snillingar!

Outkast - Morris Brown


Leiðinlegasta ball ársins

Það verða ekki haldin fleiri böll í skólanum þökk sé þessum tveimur ungu mönnum sem eiga eflaust eftir að verða blásnauðir bæði af fé og vináttu.

W, w

NP; Pink Floyd - When the tigers broke free


mbl.is Óróleg nótt eftir skóladansleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tunglið biður mig um að vera eftir.

Ég er farinn að efast stórlega um allt.

Ég held líka að ég verði ekkert svo heill á geði þegar ég verð eldri. Ég meina c´mon þeir sem þekkja mig ættu kannski að geta staðfest það.

Trúið þið á Guð? Trúið þið á boðskap Jesú?
Endilega svarið í  comments . .  ég vil vita hvað ykkur finnst um þetta.
Ég vill meina að Jesú Kristur sé stærsta TM í heimi. Með fullri virðingu fyrir öllum. Ég þekki nú nokkra presta og þá sérstaklega einn sem ég ber mikla virðingu fyrir.

Ég ætla ekki að fara skrifa mínar skoðanir á þessu máli því ég vil ekki valda fjaðrafoki. Var að tala um þetta áðan og það endaði ekki vel. Kannski vil ég bara vera öðruvísi en aðrir, einsog sumir vilja meina. En ég geng ennþá í samlita sokkum og hlusta ennþá á Jeff Buckley.

Ég er örugglega búinn að syndga í þessari grein, sem þýðir að ég fer til helvítis. Ekki nema að ég frelsist fyrir Drottni. Það er ágætis lausn á öllum vandamálum. Pælið í því ef Íslandi yrði stjórnað þannig. Ungur maður réðst á annann mann með hníf, því lauk með dauða fórnarlambs og ungi maðurinn hefur játað sekt sína fyrir yfirvöldum og frelsast.

Ég sé þetta ekki alveg fyrir mér..  

Það er einsog ritstíflan losni á nóttunni. Ég skrifa flest allar greinar mínar á þeim tíma.

En fréttir af mér..

                          - Gymmið klikkar seint.

                          - Leikritið er komið á fullt skrið, stefnt er að því að renna yfir allt stykkið á mánudaginn 22. Jan.

                          - Næsta ball NFFA verður Föstudaginn 26. Jan Það verður vímuefnalaust ball.


                          - Ég er mikið að pæla í því að sleppa því að birta þessa færslu

                          - Hvað finnst ykkur um það að ég selji Audi og kaupi mér hljóðversgræjur?

                          - Ég horfði á Notebook áðan, hún kom mér á óvart. Hélt að þetta væri bara eitthvað væl. En mynd sem fékk mig til að hugsa. Og þá sérstaklega um Alzheimer.

                          - Málfundur á morgun í skólanum.. Alltaf gaman á málfundi.

Vonandi svariði spurningunum um Drottinn!

Síðar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband