Tunglið biður mig um að vera eftir.

Ég er farinn að efast stórlega um allt.

Ég held líka að ég verði ekkert svo heill á geði þegar ég verð eldri. Ég meina c´mon þeir sem þekkja mig ættu kannski að geta staðfest það.

Trúið þið á Guð? Trúið þið á boðskap Jesú?
Endilega svarið í  comments . .  ég vil vita hvað ykkur finnst um þetta.
Ég vill meina að Jesú Kristur sé stærsta TM í heimi. Með fullri virðingu fyrir öllum. Ég þekki nú nokkra presta og þá sérstaklega einn sem ég ber mikla virðingu fyrir.

Ég ætla ekki að fara skrifa mínar skoðanir á þessu máli því ég vil ekki valda fjaðrafoki. Var að tala um þetta áðan og það endaði ekki vel. Kannski vil ég bara vera öðruvísi en aðrir, einsog sumir vilja meina. En ég geng ennþá í samlita sokkum og hlusta ennþá á Jeff Buckley.

Ég er örugglega búinn að syndga í þessari grein, sem þýðir að ég fer til helvítis. Ekki nema að ég frelsist fyrir Drottni. Það er ágætis lausn á öllum vandamálum. Pælið í því ef Íslandi yrði stjórnað þannig. Ungur maður réðst á annann mann með hníf, því lauk með dauða fórnarlambs og ungi maðurinn hefur játað sekt sína fyrir yfirvöldum og frelsast.

Ég sé þetta ekki alveg fyrir mér..  

Það er einsog ritstíflan losni á nóttunni. Ég skrifa flest allar greinar mínar á þeim tíma.

En fréttir af mér..

                          - Gymmið klikkar seint.

                          - Leikritið er komið á fullt skrið, stefnt er að því að renna yfir allt stykkið á mánudaginn 22. Jan.

                          - Næsta ball NFFA verður Föstudaginn 26. Jan Það verður vímuefnalaust ball.


                          - Ég er mikið að pæla í því að sleppa því að birta þessa færslu

                          - Hvað finnst ykkur um það að ég selji Audi og kaupi mér hljóðversgræjur?

                          - Ég horfði á Notebook áðan, hún kom mér á óvart. Hélt að þetta væri bara eitthvað væl. En mynd sem fékk mig til að hugsa. Og þá sérstaklega um Alzheimer.

                          - Málfundur á morgun í skólanum.. Alltaf gaman á málfundi.

Vonandi svariði spurningunum um Drottinn!

Síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Birgisson

Ég er samt anægður með lífið.. þetta átti ekki að hljóma svona þunglynt :D

Þór Birgisson, 18.1.2007 kl. 12:11

2 identicon

Ég persónulega trúi ekki á boðskapinn né GUð sjálfann, finnst eins og að þetta sé meira komið út frá ýkjusögum og þess háttar en þetta er bara mín persónulega skoðun =)

Bjarki Joð (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 13:39

3 identicon

Get líka skrifað alveg endalaust um þetta málefni, hef bara því miður ekki tímann í það Tobbi minn.

Bjarki Joð (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 13:40

4 identicon

Já trúi þessu ekki heldur...... en í já !!! seldu auði og við opnum stúdíó :D !!

Jóhann Aðalsteinn Árnason (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 16:05

5 identicon

vá hvað þú ert mikill spekingur alltaf ;) (ekkert illa meint samt) hehe en já ég veit ekki hvort að maður trúir á guð, býst við því að maður trúir meira á hann þegar manni gengur vel í lífinu og þegar e-ð gott hendir mann....og trúir þar af leiðandi minna á hann þegar allt er á niðurleið ...það held ég a.m.k. :D 

en mér finst að þú ættir ekki að selja bílinn fyrir e-rjar græjur en annars hef ég samt ekkert vit á svolis hlutum :P

Helena Rúnars (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 19:16

6 Smámynd: Þór Birgisson

það er samt einsog maður sé aftur orðinn 16 ára ef enginn bíll er við hendina..
En ég og Bjarki erum á sömu nótum. Vil fá fleiri skoðanir um þetta!

Þór Birgisson, 19.1.2007 kl. 00:58

7 identicon

Hæ kæri bróðir,

Það hafa allir rétt á sinni skoðun. Hvað þýðir TM?

Ég trúi að Jesús hafi verið til. Ég trúi því að það sé eitthvað meira en það sem við þekkjum. Afhverju ekki að kalla það guð? Einu sinni var jörðin flöt og reikistjörnunar 9....

David Blaine gengur á vatni og breytir pepsi í peninga, Jesús var bara svolítið á undan sinni samtíð.

Ég trúi ekki á presta og túlkun annara á biblíunni 
Ég trúi því alveg að 1.vinningurinn í lottóinu sé til þó svo að ég hafi aldrei unnið hann... eða hvað???

Ég trúi því líka að Man Utd vinni Arsenal easy á sunnudaginn, 1-3, og Solskjær setur þrennu.

Enn... af þér

Flottur í ræktinn, ánægður með þig. Vildi að ég gæti séð leikritið, vímuefni eru fyrir örfhenta og homma og eins gott að þú birtir þessa færslu. Auður er vissulega Birgisson material - byrjar á A eins og hinar. (Græjurnar væru bara líka töff. Ég skal styrkja þig!). Notebook er góð mynd með góðum leikurum, aðal gæjinn er einmitt að fara að leika í næstu mynd Dags Kára með Tom Waits. Mynd sem fær mann til að hugsa og ekki skrítið miðað við okkar tengsl við alzheimer-sjúkdóminn. Hvernig gekk málfundur?

Ástarkveðjur frá Kaupmannahöfn.

*kysstu Auði frá okkur*

Sindri (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 02:41

8 Smámynd: Þór Birgisson

Málfundurinn gekk fínt..
TM stendur fyrir Trademark. Mætti halda að þú hafir aldrei spilað Partý og Co ;D

Þór Birgisson, 20.1.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband