Warap dyktig browsers!
Ég er bara nýkominn inn frá ferðalagi, skellti mér til vestmannaeyja á ÍBV-ÍA. Vill ekkert tala um þennann leik meira. En við skulum bara segja það að ég er ekki parsáttur með ÍA.
Seinustu helgi gerði ég mér góðan leik og fór til Danmerkur að kíkja á Sindra bróðir og litla gull(indjánanafnið hennar). Þetta er ótrúlega falleg stelpa og ekkert smá góð. Sefur einsog steinn og grætur í það minnsta.
Málið er að Sindri bróðir kommentaði hér á færslunni fyrir neðan, að ég ætti bara að sleppa þessum bíladögum og kíkja til köben í frítt fæði og húsnæði. Á sömu mínútu og ég las athugasemdina þá var ég kominn á www.icelandexpress.is að panta miða og daginn eftir var ég mættur heim til hans!
ógissslea töff skilru!
Mamma sótti mig á flugvellinn, en einsog dyggir lesendur vita þá er hún að vinna í danmörku um stundarsakir. Við fórum beint heim til Sindra í svona sörpræs mómentó. Allt í góðu með það, við komum bara að þeim við matarborðið og þar komst ekkert verra að kjafti en hamborgari.
Sindri gerði sig föðurlegan og bauð mér og mömmu hamborgara. Við játtum því og byrjuðum eitthvað að sansast í grænmetinu og brauðinu. Bjuggum okkur til ljúffenga borgara bæði tvö.
Kláruðum matinn og ekkert var kvartað, stuttu seinna kallar Aldís(frekar en Sindri, man samt ekki alveg) að það sé ennþá eitt kjöt eftir á pönnunni. Þá hafði mamma bara gleymt að setja kjötið á borgarann, tók ekkert eftir því. Þetta var svona havetobetheremoment! En hún var búinn að vera lofa Sindra fyrir góða eldamennsku, og var bara að borða brauð með grænmeti.
Danmörk
- fór á 17 júni hátið í kaupmannahöfn, sem íslendingafélagið stóð fyrir
- keypti mér slatta af fötum
- var veikur mest allann tímann
- hjólaði um götur borgarinnar einsog ekkert væri sjálfsagðara(drullugaman að hjóla þarna)
- var inní 7eleven og hnerraði, þá sagði einhver inní búðinni "Guð hjálpi þér" uppúr því fór ég að spjalla við þessu "íslensku vini mína" en þeir voru á leiðinni á Istergade(fyrir þá sem ekki vita er það rauða gatan, þar sem mellurnar "tjilla". Þeir buðu mér með)
- Það var eiginlega ekkert megin fútt í danmörku annað en að "hitta vini", kíkja á fjölskylduna og eiga góða stund.
Í seinni hálfleik á leiknum áðan. Þá var ég beðinn um að klæðast lukkudýrinu. Það er frekar erfitt job. Væri ekki til í að vinna við það. Skemmtilegt hvað börnin hafa gaman af þessu þó svo að þau sýni það á mismunandi hátt, sum strjúka en aðrir rífa.
Ég er kominn í gott ritstuð. Ef ég hef þetta eitthvað lengra þá eiga slúbbertarnir ekki eftir að nenna að lesa.
np; Björk - Human Behavior
Þangað til næst, veriði bless, ýkt hress og ekkert stress!
Flokkur: Tónlist | Föstudagur, 23. júní 2006 (breytt kl. 00:45) | Facebook
Athugasemdir
Djöfull ertu rosalegur, bara farinn til átlands á 1,2,3!
Fannst samt alveg fokking fyndið með mömmu þína og burgerinn hahaha.
Ólafur N. Sigurðsson, 23.6.2006 kl. 02:52
Nenniru kanski að kynna mig fyrir þessari gellu sem klikkað á hamborgaranum, agljör snilld ;)
Kadý (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 22:35
Fallegt barn og heavy flottar myndir ! :)
Oddný Björg Hjálmarsdóttir, 24.6.2006 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.