Færsluflokkur: Bloggar

Skólinn

Nú er skólinn byrjaður aftur.. 

 

Ég tek ótrulega vel eftir því hvað sumt fólk er stressað í skólanum. Allaveganna svona fyrstu dagana. Ekkert stressuð fyrir námi heldur fyrir fjölmenni. Að demba sér aftur inní stóran hóp.

Ég tek líka vel eftir því að það eru mismunandi leiðir sem fólk tekur á þessu

Ósjálfsöryggi leiðir til þess að einstaklingurinn þarf að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra.. og þá sérstaklega einhvern sem hann þekkir ágætlega vel

 

En þetta sálarstríð skiptir því ekki að NFFA skrifuðu undir samning við OGVodafone í gær.

 

Þannig að 2 aðalstyrktaraðilar okkar eru og OgVodafone 

 

Það er ball í kvöld með sálinni og svo annað ball með sálinni 23 sept á vegum kfmía.

Sindri, Aldís og Magnea eru að fara heim í dag.

 

 Lag dagsins, Hjálmar - Lindin

Er ekki miklu skemmtilegra að lesa bloggfærslu þegar það er í mynd í henni? 

 


Magnea Aldís og Sindradóttir

Var í skírn í gær hjá bróðir mínum og kærustu hans, stúlkan fékk nafnið Magnea í höfuðið á langaömmu sinni sem lést rétt fyrir fæðingu hennar.

NFFA eru búnir að skrifa undir samning við Landsbanka Íslands(besti bankinn)

Þetta er aðalstyrktaraðili nemendafélagsins. Svo allir sem eru ekki í námunni hjá LÍ skulu koma sér í hana sem fyrst.

Hápunktur menningarnætunnar var Benny Crespo's Gang. Drulluflottir kauðar +gella.

Það er komið á hreint hver skemmtunin verður á næstu tveimur böllum! Fáið vonandi að vita það sem fyrst :D

 Nenni ekki að hafa eitthvað fútt í þessari bloggfærslu, en ef þið hafið einhverjar skemmtilegar hugmyndir um hvað ég get skrifað um, tónlistarmann, hljómsveit, lag, kvikmynd, leikara, einhvern frægan gaur, baugsmálið eða eitthvað sniðugt þá kastiði því bara í athugasemd ..

 

Lifið hálf
                                 np; Hjálmar - Lindin


Mín Gullfallega Móðir


Ég var að leyfa minni gullfallegu móður að taka í forsetabílinn :D
Hún keyrði útí sjoppu og þar tók ég við.
 
Ég fór nokkra hringi á kirkjubrautinni og skutlaði svo móður minni heim.
Fór aftur út að keyra í hringi og þá var ég ekki látinn í friði,
ALLIR að velta því fyrir sér hvaða þrusugellu Þór hefði verið með á rúntinum.
Þeim brá nú heldur betur þegar ég sagði þeim að þetta væri hún móður mín.

 

Drottning

Skúra

Fóðan Saginn

Verslunarmannahelgin er nýafstaðin. Ég fór til Akureyrar, Níró félagi minn úr fíkniefnalögreglunni lyktaði tvisvar af mér :D

Fyrirsögnin:


Ég var að vinna í dag, og fékk það verðuga verkefni að skúra gólf

Og ég fatta alveg afhverju karlrembur segja alltaf að það sé konuverk. Það er bara útaf því að karlar hafa ekki hæfileika í þetta(nema að sjálfsögðu ég)
Maður þarf að hafa lagni við þetta og fyrst konur fara svona leikandi létt með þetta, þá hafa karlar bara gert lítið úr þessu, svo þeir sjálfir komi vel út. Kallað þetta "kerlingaverk" og ef einhverjum karlmanni tekst að skúra þá er hann óstraight.

En eftir að ég var búinn að pæla í þessu, þá fór ég að pæla í hvernig skúringar virka. Er þetta ekki bara þannig að þú bleytir tusku, leysir upp skítabletti og dreyfir þeim jafnt og þétt yfir gólfið. Fer svo eitthvað smá ofaní fötuna?? Þú þarft allaveganna að vinda helvíti oft til að ná öllu af gólfinu.

En ég skammast mín ekkert fyrir að hafa verið "ræstitæknir" í hálfan dag, vinna er bara vinna.


Eftir vinnu fór ég uppá sjúkrahús(eilífðarveikuraumingji) Fékk pensílin í annað skipti í sumar og er að fara í röntgenmyndatöku á morgun. Ég er búinn að vera meira og minna veikur í allt sumar!

Ætla setja nokkrar myndir inn sem ég tók símann minn um verslunarmannahelgina..

jelur

Aldrei að gefa mönnum einsog "junkies" kveikjara!

Ljótt
 

 

Á hinu tjaldsvæðinu, einhverjir sóðar. Þessar myndir eru kannski ekki beint lýsandi fyrir allt tjaldsvæðið. Bara eina crashandi stöffið. 

 

Mamma og pabbi eru loksins komin aftur heim. Fínt að fá almennilega mat!

á netinu er einhver gaur að nafni Jeff Milner, búinn að gera tilbúna útfærslu handa okkur, sem gerir okkur kleyft að spila bút úr sérvöldum lögum fram og til baka og hlusta á hvað hljómsveitin er í "rauninni að reyna segja". Eitthvað svaka fútt. En þetta byrjaði allt útfrá Stairway to Heaven... Nenni ekki að útskýra allt.
Jeff Milner's backmasking Site

Skoðið þetta, ég held að það breyti engu máli hvaað þeir segja. Bara ef eitthvað stendur fyrir framan þig. Þá reyniru að heyra það og að sjálfsögðu heyriru það!
Alveg einsog í Yellow Submarine með Beatles, þegar einhver íslenskur sjóari á að hafa komið inní stúdíóið til að vera með einhver læti og hafi sagt "hljómsveitin er íslensk"..

 

Áhyggjur hérna megin um að ég sé búinn að skrifa of mikið

 

Harðkjarna rokkari

mynd tekin af Danny Moloshok.


Lag færslunnar og bara vikunnar er Achilles Last Stand með Led Zeppelin. Þetta lag er rúmar 10 mínútur af harðkjarna rokki og gúdstöff gítarsólói, sem er af mörgum talið eitt besta gítarsóló Jimmy Page. Það kom fyrst út á plötu þeirra Presence 1976. Ef þið takið eitthvað mark á mér, og reddið ykkur laginu. Þá vil ég vara ykkur við því að það gæti kannski ekki hittað inn við fyrstu hlustun einsog svo mörg önnur lög!

"Það er betra að kunna lítið í ritningunni og fara eftir henni en að kunna mikið og fara ekki eftir henni"

Getur einhver sagt mér í hvaða bíómynd þessi gullna setning kom fram?

Heyrumst!


innskot, á einhver gamla mús handa mér. Sem hann er hættur að nota?  


Hernaðarleyndarmál Pólska Hersins

Ég á góðum degi Stundum er lítið að gera í lífinu..

 INNSKOT: Pabbi minn í sjónvarpsviðtali með litla gull!

Ég ætla að segja ykkur hver hin raunverulega ástæða fyrir miklu magni af pólverjum á íslenskum vinnumarkaði.

Í póllandi er herskylda! Allir heilbrigðir karlmenn eru kvaddir í herinn.

Pólskir verkamenn eru í rauninni herþjálfaðir pólskir leyniþjónustumenn. Sem eru útsendarar pólska hersins. Þeir þurfa þola óréttlæti yfirmann sinna og rasisma vinnufélaga sinna í kkur ár þar til liðsafli þeirra styrkist Þá fá þeir símboð, fara undir rúm, sækja AK47 stríðsrifflana sína og hertaka landið og gera það að pólskri nýlendu.

Greyjið yfirmennirnir sem voru leiðinlegir við pólsku verkamennina sína.

Þið  eruð eflaust núna að reyna finna galla á samsæriskenningu minni. T.d. hvernig eiga þeir að koma risastórum stríðsrifflum inní landið? Málið er bara að Pólverjar vinna allstaðar, hljótaða leynast pólverjar í tollinum.

Svo ég hef einungis tvenn skilaboð til samlanda okkar, annaðhvort sleikjum við okkur vel upp við pólverjana sem við vinnum með. Eða reynum að  losa okkur við pólsku trojuna!


ÉG ER EKKI AÐ SKRÖKVA.

Ziibi, pólverji sem ég er að vinna með staðfesti þetta. Og við tækifæri ætlar hann að sýna mer AK47-inn sinn! Hann ætlar að þyrma lífi mínu bara afþví að ég spjallaði við hann. Hann ætlar meiriaðsigja að láta mig vita rétt fyrir hernám, svo ég geti flúið land. Ég læt bara viðvörun beint á bloggið þegar hernámið er í uppsiglingu.

SO STAY FUCKIN TUNED



Mastercard

                *Benzín á bílinn - 2000kr

                *2 ferðir í göngin - 580kr

                *1 BigTasty máltið súpersize + ostborgari - 1155kr

                *Vera vitni að sögulegum atburði er 6-7% þjóðarinnar safnaðist saman til að hlusta á listaverk Jónsa og félaga - præsless

 

Þetta var kannski ekki alveg nógu krassandi Mastercard auglýsing en ég náði skilaboðunum til ykkar að það var gott og gaman á Sigurrós tónleikunum.


ooog já,

    - pabbi kom heim áðan

    - ég á afmæli í dag

    - Sindri og Aldís komu heim um daginn og ég hitti þau á tónleikunum

    - pabbi og litla gull lentu í sjónvarpsviðtali á tónleikunum

    - síðustu 3 vinnudagar mínir þeas mið fim og föst innihéldu 47 klukkutíma vinnu.



okee lag færslunnar er með Doobie Brothers og heitir Jesus Is Just Alright

 innskot, allir að fara inná Arnór og hvetja manninn til að byrja blogga!

 The Doobie Brothers


27 lítrar af hreinræktuðu kóki.

Í gær skutlaði ég Róbert í banka og kjörbúð.

Eftir að við vorum búnir í banka, þar sem Róbert btw lét vélina borða kortið sitt. Brunuðum við til Borganesar þar sem fyrst og eina stopp var í Bónus.

Alltaf jafn gaman í bónus, og það eina sem ég keypti var kók.

Bónus Cóla 

kassinn eða 18 flöskur voru á 1390  Það gera 77kr flaskan. Flaskan kostar útí sjoppu 150kr

Segjir okkur það að Kassinn úti sjoppu myndi kosta  2700, Það gera 1310 kr í gróða. Þannig að ef þú kaupir 374 kassa þá væriru búinn að græða nógan pening til að kaupa þér þetta.

 

Maður í gróða kveður. 

 

 

 


Skalli og sjúkrahúsferð

Gærkvöldi, þá voru við félagarnir að keyra í hringi. Ég Valdi og Aron.

 Eftir góðan rúnt ákvað undirritaður að fara heim. Skutlaði Valda og Aron í bláu perluna(skoda)

Aron stökk útúr bílnum einsog hetja, en eitthvað gekk það nú erfiðlega fyrir Valda okkar að komast úr bílnum. Hann hafði s.s. farið á fyrstu fótboltaæfinguna sína í mjööög langan tíma sama dag. 

Valda tókst að festa löppina á sér í vinkil og var gjörsamlega að deyja úr sársauka og heimtaði sjúkrahúsferð. Ég og Auður(Audi) vorum ekki lengi að veita honum slíka. Brunuðum uppá sjúkrahús og dyruðum bjöllinni. Eftir erfiðisvinnu hjá mér og Aroni að koma Valda úr bílnum, haltraði hann inní sjúkrahús.

Læknirinn að inspecta 

Læknirinn eitthvað að skoða Valda 

Allt í góðu

Læknirinn búinn að troða bólgueyðandi lyfjum í hann, og við erum good to go. 

 

 Langaði bara að deila þessari skemmtilegu ferð með ykkur. Vildi ekki setja inn myndirnar þar sem læknirinn var að meiða Valdann okkar.

 

En úr leiðinlegri sögu í stórfrétt. Ég fékk nóg af lubbanum síðastliðinn sunnudag og snoðaði mig. Tókst alveg ágætlega!

Hugsuður 

Þór kveður.

             ps: tappasafnið mitt, hendi því á ykkur!

Tappasafnið mitt 

 


Toppur tilverunnar

Ég var að fá mér gsm síma.

    Alveg suddalega flottan Motorola, ég er alveg að deyja úr stolti.

Um símann: "hann er eitt lýsingarorð, þunnur og svo opnaru hann!" Lýsingin hjá Siminn.is hljómaði einhvern veginn þannig. En þetta er flottasti og dýrasti sími sem ég hef átt.

    - Það er hægt að taka myndir

    - Það er hægt að taka myndbrot

    - Það er taka upp hljóð

    - Það er hægt að raka sig, nei djók

    - Það er hægt að tengja símann við tölvuna þína og nota hann sem þráðlaust módem. Þeas tengjast netinu í gegnum símann í tölvunni. Segjum sem svo að þú sért uppí sumarbústaði og þarft nauðsynlega að skrifa bloggfærslu. Þá tengiru símann við tölvuna og hringir upp netið.

    - Það er Lithium rafhlaða

    - Tveir litaskjáir

    - Hann spilar mp3 fæla

    - Það er hægt að telja endalaust upp!

 

Eini ókosturinn er sá að hann er frekar "fragile" svo ég sletti nú aðeins í hið ylhýra tungumál!

  yeeyeb

já, fínn sími

 

Nenni eiginlega ekki að blogga um neitt annað en símann minn..

 

 

                       np; Pink Floyd - Nobody Home 

                               Annað lag af The Wall Diskasettinu. Stórkostlegt listaverk!

                                Roger Waters er snillingur í að tjá tilfinngar sínar í tónlist

                                og þetta lag er gott dæmi um það. Flott píanó undir magn-

                                þrunginni rödd waters.
 


Arnór Smárason

Vildi bara benda fólki á viðtal við aðal-manninn.

 

Og fyrst að ég er byrjaður, eurovision í gær.

     - Ömurlegt að Sylvía skuli hafa verið púuð niður.  

     - Barnalegt að Sylvía skuli hafa verið púuð niður

     - Sýndist Sylvía vera stressuð á undankeppninni, var að horfa á myndband á netinu frá æfingu. Þar sem hún var mjög góð!

     - Litháen komust áfram bara útaf sköllótta gaurnum með gleraugunum sem dansaði einsog fáviti við fiðluleik hjá öðrum gaur í bandinu.(ég dó úr hlátri)

     - Næsta færsla mun innihalda stuttan fróðleik um 50Cent og svo einhverja hljómsveit sem ég fíla(jafnrétti) :P

Lifið í lukku en ekki í krukku!


Jafnrétti

Já, síðasta færsla var kannski svolítið óheillandi fyrir margan manninn.

En það skiptir ekki máli, því að fólk man bara eftir því góða, en ekki því slæma.

Svo að "slæm" færsla gleymist fljótt í kafi góðra færslna(shit hvað þetta var erfitt)

 Erfitt líf.

 

Mamma mín, myndarlegasta konan á Akranesi(fyrir þá sem ekki vita) er flutt til danmörku. Hún fékk Leonardo Da Vinci styrk til að sækja á aðra heima, heima þá meina ég skóla. Hún er að vinna í dönskum skóla. Þá aðallega til að drekka í sig menntunarsafann frá dönskum kennara-reynslu-boltum.

Nóg um hana því að stórviðburður fjölskyldu okkar er verðandi bróðursonur/dóttur mín. Sindri bróðir er að fara eignast barn með konunni sinni Aldísi Pálsdóttir.

Að sjálfsögðu vonast öll ættin til þess að barnið verði skírt Þór eða Þórdís. En ég er ekkert að stressa mig yfir því ;)

Einsog  sumir vita þá býr Sindri í danmörku. Hey wáv, djöfulsins tilviljun að mamma skuli vera komin til danmörku. Og ekki nóg með það að mamma sé farin. Pabbi er líka farinn þangað.


þannig að ég og fylkS(+AlexandRa) erum með Cofann útAf fyrir okkur. ekkert annað en STanslaust partI. C

 

Núna þegar fólk spyr mig um fjölskylduna. Þá segji ég þeim bara að lesa bloggið mitt. Það er skömminni skárri en að þurfa að segja það sama aftur og aftur. 

 

Horfði á undankeppni Eurovision áðan. Við áttum ekki skilið að komast áfram(punktur)

 

 Loksins get ég flutt frá jörðinni.

 

                 np; Pink Floyd - Goodbye Blue Sky
                                                

                                                   Lagið er af The Wall CD1 sem kom út 1979.  

                                                   Það fjallar mjög líklega um stríð, eða hvernig

                                                   friður getur snögglega breyst í óspektir.                                                  

                                                   Í myndinni The Wall, þegar þetta lag kemur þá

                                                   flýgur hvít friðardúfa uppí loftið sem breytist svo í 

                                                   nasistastríðsörnin. Hann deyr svo og úr öskum
                                                   hans rís ný friðardúfa.

                                                   Ef þið eruð búin að horfa á
                                                   myndina þá megiði gjarnann gerast Rocket-
                                                   Scientist og koma með ykkar skoðanir.

                                                  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband