Það fer að detta inn einhver snilldarfærsla á næstu dögum.
np; Eurythmics - There Must Be An Angel
Bloggar | Fimmtudagur, 22. mars 2007 (breytt kl. 02:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég var að tala um að gera þetta að vikulegri færslu.. Sjáum hvað setur. Í nótt þegar ég kom heim þá fór ég inní eldhús að fá mér ostabrauð. Þá varð mér fullljóst hvað ég ætti að taka fyrir næst.
SMJÖRVI.
Utan á pakkningunni stendur "Símjúkur á brauðið, pönnuna og í baksturinn."
Hvernig getur fyrirtæki markaðsett vöru sína með lygum?
Smjörvi er langt frá því að vera mjúkt, það er harðasta smjörið á markaðnum, þegar þú reynir að smyrja brauðið þitt með honum þá rífuru brauðið, eða býrð til svona littla smjörbrauðorma sem fylgja hnífnum.
Það er ógerlegt að ná jöfnu yfirborði af smjörinu á brauðið og endar þetta yfirleitt með því að þú ert með smjörkássur vítt og dreift yfir það littla sem eftir er af brauðinu.
Og auðvitað er hann mjúkur á pönnunni, hann er fljótandi. Hvað varðar baksturinn, hverjum er ekki skítsama? Þetta blandast allt saman.
Það pirrar mig líka þegar fólk leggur öðru fólki orð í munn!
Dæmi: Ég hló í gær að einni stelpu, hún spurði mig hvað? og ég sagði "Mér finnst þú bara fyndin"
Hún hefur eitthvað ekki heyrt í mér, og spurði því aftur. Þá tók önnur stelpa sig til og svaraði fyrir mig. Hún sagði "Hann sagði að honum finndist þú fyndinn, útaf því..." og hélt áfram að útskýra fyrir sömu manneskju afhverju mér þætti hún fyndinn. Það sem hún sagði fannst mér bara ekki neitt fyndið. Þannig að það kom út einsog ég væri með glataðann húmor.
Stelpan sem svaraði fyrir hefur sem sagt getið sér til um hvað mér þætti fyndið, og sagt það einsog ég hafi sagt það.
en nóg um þetta
Lag færslunnar
Pink Floyd - Time
David Gilmour átti einmitt afmæli í gær, en fyrir þá sem ekki vita þá var hann og er gítarleikari Pink Floyd.
Bloggar | Miðvikudagur, 7. mars 2007 (breytt 8.3.2007 kl. 00:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég á í eilitlum vandræðum
Tölvan mín, sem ég fékk á fermingaraldri. Hefur skyndilega ákveðið að gefa sig.
Og með tilliti til þess, auglýsi hér eftir öllum tölvu-íhlutum sem einhver lumar á?
Ég er ekki beint með nægt fjármagn á milli handanna, þannig að ég ætla að púsla saman einhverju drasli.
Svo ef einhver er tilbúinn að losa sig við gamalt tölvudót, fyrir slikk, eða bara til að öðlast vináttu mína. Þá hefuru samband :D
Nú er leikritið búið, í bili. Það verður eflaust aukasýning þegar UNGVEST er búið.
Lag færslunnar ?
The Who - Sparks
Bloggar | Sunnudagur, 4. mars 2007 (breytt kl. 18:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)