What Really Fuckin Grinds My Gears

Ég var að tala um að gera þetta að vikulegri færslu.. Sjáum hvað setur. Í nótt þegar ég kom heim þá fór ég inní eldhús að fá mér ostabrauð. Þá varð mér fullljóst hvað ég ætti að taka fyrir næst.

SMJÖRVI.
Utan á pakkningunni stendur "Símjúkur á brauðið, pönnuna og í baksturinn."Smjörvi
Hvernig getur fyrirtæki markaðsett vöru sína með lygum?
Smjörvi er langt frá því að vera mjúkt, það er harðasta smjörið á markaðnum, þegar þú reynir að smyrja brauðið þitt með honum þá rífuru brauðið, eða býrð til svona littla smjörbrauðorma sem fylgja hnífnum.
Það er ógerlegt að ná jöfnu yfirborði af smjörinu á brauðið og endar þetta yfirleitt með því að þú ert með smjörkássur vítt og dreift yfir það littla sem eftir er af brauðinu.

Og auðvitað er hann mjúkur á pönnunni, hann er fljótandi. Hvað varðar baksturinn, hverjum er ekki skítsama? Þetta blandast allt saman.

Það pirrar mig líka þegar fólk leggur öðru fólki orð í munn!

Dæmi: Ég hló í gær að einni stelpu, hún spurði mig hvað? og ég sagði "Mér finnst þú bara fyndin"
Hún hefur eitthvað ekki heyrt í mér, og spurði því aftur. Þá tók önnur stelpa sig til og svaraði fyrir mig. Hún sagði "Hann sagði að honum finndist þú fyndinn, útaf því..." og hélt áfram að útskýra fyrir sömu manneskju afhverju mér þætti hún fyndinn. Það sem hún sagði fannst mér bara ekki neitt fyndið. Þannig að það kom út einsog ég væri með glataðann húmor.
Stelpan sem svaraði fyrir hefur sem sagt getið sér til um hvað mér þætti fyndið, og sagt það einsog ég hafi sagt það.

en nóg um þetta
Lag færslunnar

Pink Floyd - Time

David Gilmour átti einmitt afmæli í gær, en fyrir þá sem ekki vita þá var hann og er gítarleikari Pink Floyd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Smjörvi er sko smjör! ertu ekki rugla saman allskonar jurtasmjöri og einhverju soleðis? Smjörvi er mýkstur smjöra!

Edda Agnarsdóttir, 9.3.2007 kl. 01:04

2 identicon

"Símjúkur á brauðið, pönnuna og í baksturinn."

Algjört auka-atriði hvort verið sé að tala um smjör eða eitthvað annað. Ef slagorðið væri "mýkstur á brauðið. pönnuna og í baksturinn" myndi það horfa öðruvísi við. Smjörvi er bara langt frá því að vera símjúkur, það pirrar mig bara að lesa um rifna brauðið. Gamla góða smjörið er þá betra, það er hægt að skera með ostaskera..

Alveg sammála þér Þór. 

Sindri (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 21:45

3 identicon

Ég nota bara Olivio og mæli með því, gott fyrir hjartað og það er mjög mjúkt. Testaðu þetta.

Stefán Jóhann Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband