I´ve got a strong urge to fly, but nowhere to fly to.

Gott kvöld eða ætti ég að segja nótt.  

 

Helgin var mjög góð.

 

Á föstudaginn var rúntað á Auði. 

Það kvöld tókum við uppí fyrir algjöra tilviljun hjón+kall sem voru að leita að mörkinni. Herra góðhjartaður(undirritaður) var til í að skutla þeim. Enda voru þau alveg hinum megin í bænum. Þau stukku uppí og haldið var af stað. Þetta lið var með gullpeninga utan um hálsinn og bikar í hendi. Við veiddum uppúr þeim að þau hefðu unnið einhverja skútusiglingakeppni. S.s. fullt af bátum í kappi yfir til Akranes frá Reykjavík. 

 Áður en við hendum þeim út, þá komum við, við uppá bátabryggju. Lendum þar í aldeilis skemmtilegum uppákomum. Skoðuðum báta og hittum fullt af fólki. En það sem stóð uppúr, var að Björn Jörundur lagahöfundur, gítaristi, söngvari og leikari var þarna í góðu glensi. Hans lið vann reyndar ekki, en ánægjan á andliti þeirra yfir góðu veðri og skemmtilegri keppni leyndi sér ekki.

Björn var ekkert smá flottur á því, vill ekki lýsa öllum smáatriðum. Því myndir segja jú meira en þúsund orð.

 

Björn að dansa 

Hérna tekur hann léttan dans með konu frá sigurliðinu(konan sem við skutluðum) 

Björn að stýra 

Stýra bátnum! 

Björn að pósa 

Pós, með húfuna mína. Hann stoppaði okkur, því að hann vildi meina að ég væri með húfuna sem hefði átt að fylgja með peysunni sinni. Uppúr því byrjaði þetta allt saman.

 

Eftir þetta hefur húfan fengið nafnið Björn Jörundur. En snillingurinn gaf okkur skipstjóranammi(lakkrísreimar) og spjallaði og spjallaði. Okkur leið einsog við værum komnir inní íslenska bíómynd.

 

Uss, maður þarf ekki að leita langt fyrir Akranes fyrir góða skemmtun. Karma sér vel um mann ef maður er góður við fólk.

 

 

Laugardagurinn:

Útskriftarveisla hjá Steinunni frænku. Hún var að útskrifast úr Mannfræði í Háskóla Íslands.

léttur rúntur með Gumma Inga fyrst á stóra rauða bílnum og svo Auði 

 

Sunnudagurinn:

Family guy spekk, hrói, bíó um kvöldið til Rvk.

Fórum á Cars. Ég, Róbert, Valli og Geir. Myndin var miiiiiklu betri en ég bjóst við. Alveg fínasta skemmtun fyrir peningana sína. Drullusáttur með þá mynd og mæli með henni.

 

Núna er ég bara að fara sofa, er búinn að vera veikur í rúma viku. Líst ekkert á blikuna!

 

Róbert, Arnór og Björn 

Ein hérna í lokin af Róberti, Arnóri og Birni.

 

 np; Muse - Eternally Missed

   Stendur alltaf fyrir sínu þetta "b-hliðar" lag hjá Muse. Set gæsalappir því að það er 

   bara vitleysa að kalla þetta lag b-hliðar lag.

 

Takk fyrir mig  


Allir fuglarnir á himnunum eiga að heyja stríð.


Warap dyktig browsers!

Ég er bara nýkominn inn frá ferðalagi, skellti mér til vestmannaeyja á ÍBV-ÍA. Vill ekkert tala um þennann leik meira. En við skulum bara segja það að ég er ekki parsáttur með ÍA.

 

Seinustu helgi gerði ég mér góðan leik og fór til Danmerkur að kíkja á Sindra bróðir og litla gull(indjánanafnið hennar). Þetta er ótrúlega falleg stelpa og ekkert smá góð. Sefur einsog steinn og grætur í það minnsta.

Falleg 

Málið er að Sindri bróðir kommentaði hér á færslunni fyrir neðan, að ég ætti bara að sleppa þessum bíladögum og kíkja til köben í frítt fæði og húsnæði. Á sömu mínútu og ég las athugasemdina þá var ég kominn á www.icelandexpress.is að panta miða og daginn eftir var ég mættur heim til hans!

ógissslea töff skilru!

Mamma sótti mig á flugvellinn, en einsog dyggir lesendur vita þá er hún að vinna í danmörku um stundarsakir. Við fórum beint heim til Sindra í svona sörpræs mómentó. Allt í góðu með það, við komum bara að þeim við matarborðið og þar komst ekkert verra að kjafti en hamborgari.

Sindri gerði sig föðurlegan og bauð mér og mömmu hamborgara. Við játtum því og byrjuðum eitthvað að sansast í grænmetinu og brauðinu. Bjuggum okkur til ljúffenga borgara bæði tvö.

 

Kláruðum matinn og ekkert var kvartað, stuttu seinna kallar Aldís(frekar en Sindri, man samt ekki alveg) að það sé ennþá eitt kjöt eftir á pönnunni. Þá hafði mamma bara gleymt að setja kjötið á borgarann, tók ekkert eftir því. Þetta var svona havetobetheremoment! En hún var búinn að vera lofa Sindra fyrir góða eldamennsku, og var bara að borða brauð með grænmeti.

 

Danmörk

    - fór á 17 júni hátið í kaupmannahöfn, sem íslendingafélagið stóð fyrir

    - keypti mér slatta af fötum

    - var veikur mest allann tímann

    - hjólaði um götur borgarinnar einsog ekkert væri sjálfsagðara(drullugaman að hjóla þarna)

    - var inní 7eleven og hnerraði, þá sagði einhver inní búðinni "Guð hjálpi þér" uppúr því fór ég að spjalla við þessu "íslensku vini mína" en þeir voru á leiðinni á Istergade(fyrir þá sem ekki vita er það rauða gatan, þar sem mellurnar "tjilla". Þeir buðu mér með) 

    - Það var eiginlega ekkert megin fútt í danmörku annað en að "hitta vini", kíkja á fjölskylduna og eiga góða stund.

 

Í seinni hálfleik á leiknum áðan. Þá var ég beðinn um að klæðast lukkudýrinu. Það er frekar erfitt job. Væri ekki til í að vinna við það. Skemmtilegt hvað börnin hafa gaman af þessu þó svo að þau sýni það á mismunandi hátt, sum strjúka en aðrir rífa.

 

Ég er kominn í gott ritstuð. Ef ég hef þetta eitthvað lengra þá eiga slúbbertarnir ekki eftir að nenna að lesa. 

                        

                          np; Björk - Human Behavior

 Þangað til næst, veriði bless, ýkt hress og ekkert stress!

 

 


Ég heyrði það í draumi. Jú! Ég heyrði það svo skýrt, dömu eðlið er af dyggðum rýrt.

Sindri bróðir með dóttur sína

 

Þetta er alveg snilldarmynd, tekin af besta ljósmyndara sem ég þekki ;P

 

 

Fannst útlitið orðið svart hérna á síðunni, svo ég ákvað að henda inn einni færslu.

 

Ég fór á Roger Waters tónleika í fyrradag, snarbilaðir tónleikar! :)

Vera af The Wall fannst mér virkilega skemmtilegt á tónleikunum, en Shine On You Crazy Diamond gefur manni alltaf gúsbömps. 

Fékk mér nýjan geislaspilara í bílinn.

Pabbi reddaði lykil í gönginn.

Svo er verið að tala um bíladaga á Akureyri næstu helgi? hmm ha?

 

 

Vil nota tækifærið og þakka fólki almennt fyrir að koma með athugasemdir og að nenna að standa í þessu glataða "commentakerfi" sem blog.is býðir uppá! 

 

Takk fyrir

 

 ___________________________________________________________________

Placebo 

 

       np; Placebo - Infra Red

 

Snillingur sem veit hvað fyrirsögnin stendur fyrir! Hlæjandi

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband